„Við byrjuðum leikinn frábærlega, skoruðum geggjað mark. Við virkuðum mjög hættulegir í leiknum en svo upp úr engu vorum við 2-1 undir,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eftir 2-1 tapið gegn Liverpool á Anfield í kvöld.
Leicester var í ágætis stöðu stærstan hluta fyrri hálfleiks. Kiernan Dewsbury-Hall skoraði á 4. mínútu og útlit fyrir að liðið myndi halda það út en belgíski varnarmaðurinn Wout Faes hélt nú ekki.
Hann komst fyrir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold á 38. mínútu og fór sá bolti yfir Danny Ward og í netið. Stórbrotið mark í alla staði en svo kom annað sjálfsmark frá Faes undir lok hálfleiksins.
Leicester reyndi að leita að jöfnunarmarki í þeim síðari en það kom aldrei.
„Þetta eru vonbrigði, því leikmennirnir héldur áfram að reyna. Það var mikil barátta í þeim og það var hægt að sjá mörg góð augnablik hjá þeim í leiknum en það vantaði stundum gæðin á síðasta þriðjungnum. Leikmennirnir gáfu allt í þetta og áttu ekki skilið að tapa ef við lítum á heildina.“
Rodgers fann til með Faes og segir að þetta hafi einfaldlega ekki verið hans kvöld.
„Hann kom svolítið ryðgaður til baka eftir að hafa ekki spilað mínútu með belgíska landsliðinu á HM. Þegar hann kom til okkar í sumar þá var hann magnaður og var í raun bara óheppinn í kvöld,“ sagði Rodgers í lokin.
Athugasemdir