banner
   fös 30. desember 2022 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Saliba samningsbundinn Arsenal til 2024
William Saliba
William Saliba
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn William Saliba er nú samningsbundinn Arsenal til 2024 eftir að félagið ákvað að virkja ákvæði í samningi hans en þetta segir hinn afar virti fótboltablaðamaður David Ornstein.

Þessi 21 árs gamli varnarmaður skrifaði undir fjögurra ára samning við Arsenal fyrir þremur árum er félagið fékk hann frá St. Etienne.

Frakkinn var lánaður þrjú tímabil í röð aftur heim til Frakklands áður en hann snéri til félagsins í sumar og vann sér fast sæti í byrjunarliðinu.

Saliba á stóran þátt í velgengni Arsenal á þessari leiktíð og er nú ljóst að hann verður áfram til 2024.

Samningur hans átti að renna út næsta sumar en leikmaðurinn var með ákvæði í samningnum sem gaf Arsenal möguleika á að framlengja þann samning um eitt ár. Fresturinn til að virkja ákvæðið var til 31. desember og hefur Ornstein það eftir áreiðanlegum heimildum að félagið hafi nýtt sér það fyrir nokkrum dögum.

Arsenal mun nú halda áfram að ræða við Saliba um nýjan og endurbættan samning.
Athugasemdir
banner
banner