City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fös 30. desember 2022 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Sanchez hættur með landslið Katar (Staðfest)
Spænski þjálfarinn Felix Sanchez er hættur með landslið Katar en þetta kemur fram í tilkynningu frá katarska sambandinu í dag.

Sanchez hefur verið ótrúlega mikilvægur hlekkur í uppbyggingu á fótboltanum í Katar.

Hann starfaði hjá Aspire akademíunni í Katar frá 2006 til 2013 áður en hann tók við U19 ára landsliðinu.

Sanchez vann Asíubikarinn með U19 ára liðinu og þjálfaði einnig U20 og U23 ára liðið.

Árið 2017 var hann ráðinn þjálfari A-landsliðsins þar sem hann náði einnig að vinna Asíubikarinn og hafna í þriðja sæti á Gullmótinu á síðasta ári.

HM var haldið í Katar í ár en gestgjafarnir náðu sér aldrei á strik og töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli.

Sanchez er nú horfinn á braut eftir að hafa þjálfað liðið síðustu fimm ár en ekki er ljóst hver tekur við starfinu af honum.


Athugasemdir
banner