Leicester City er komið í 1-0 á Anfield eftir magnað hlaup frá Kiernan Dewsbury-Hall.
Liverpool, sem hefur undanfarna mánuði gengið erfiðlega í byrjun leikja, var heldur betur sofandi í opnunarmarki leiksins.
Dewsbury-Hall fékk boltann á miðjunni, keyrði framhjá Jordan Henderson og ígegnum opna vörn Liverpool áður en hann kom boltanum framhjá Alisson.
Hlaupið var magnað en það má setja stórt spurningamerki við varnarleik Liverpool.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Dewsbury-Hall
Athugasemdir