Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. desember 2022 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærstu félög Evrópu horfa til Cloe - Lék lengi með ÍBV
Cloe fagnar hér marki með Benfica.
Cloe fagnar hér marki með Benfica.
Mynd: Getty Images
Í leik með ÍBV.
Í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Cloe Lacasse hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Benfica í Portúgal, bæði í Meistaradeildinni og í deildarkeppni heima fyrir.

Stærstu félög Evrópu eru að fylgjast með þessum fyrrum leikmanni ÍBV.

Cloe lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.

Á þeim tíma fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi. Í fyrra byrjaði hún svo að spila með landsliði Kanada. Óhætt er að segja að það sé svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland frekar en Kanada.

Hún hefur spilað með Benfica í Portúgal frá því hún yfirgaf ÍBV og hefur verið að leika gríðarlega vel.

Það er möguleiki á því að hún verði ekki mikið lengur hjá Benfica þar sem Arsenal, sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er sagt horfa til hennar.

Vivianne Miedema, sem er einn besti sóknarmaður í heimi, er að glíma við meiðsli og Arsenal er í leit að leikmanni til að fylla í hennar skarð. Cloe er kostur sem Arsenal er að skoða.

Fréttakonan Amanda Zaza segir frá því á samfélagsmiðlum að Arsenal sé að skoða Cloe en Orri Rafn Sigurðarson, sem þekkir vel til leikmannsins, segir jafnframt að fleiri stórlið séu með augastað á henni. Nefnir hann Bayern München í Þýskalandi og Paris Saint-Germain í því samhengi.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá Cloe, sem er 29 ára gömul, á næstu vikum en hún hefur alls gert 84 mörk í 108 leikjum fyrir Benfica. Mögnuð tölfræði hjá henni.


Athugasemdir
banner
banner
banner