fös 30. desember 2022 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Stórfurðuleg endurkoma Liverpool - Faes skoraði tvö sjálfsmörk á nokkrum mínútum
Wout Faes er að eiga hörmulegan leik
Wout Faes er að eiga hörmulegan leik
Mynd: Getty Images
Liverpool er 2-1 yfir gegn Leicester í hálfleik og er það Wout Faes, varnarmanni Leicester, mikið að þakka.

Leicester komst yfir snemma leiks en eftir það fór Liverpool að herja á gestina.

Mohamed Salah skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en stuttu síðar kom jöfnunarmarkið.

Trent Alexander-Arnold átti fyrirgjöf sem belgíski varnarmaðurinn, Faes, sparkaði yfir Danny Ward í markinu og í samskeytin. Ótrúlegt sjálfsmark en hann var ekki hættur því undir lok fyrri hálfleiks kom annað mark Liverpool.

Darwin Nunez slapp í gegn vinstra megin og kom boltanum á markið en boltinn fór af stönginni áður en Faes mætti á ferðinni, fékk boltann í sig og í netið. Erfitt kvöld hjá Faes.

Sjáðu fyrra sjálfsmarkið hjá Faes - Stórbrotið mark
Sjáðu seinna sjálfsmarkið


Athugasemdir
banner
banner
banner