Tilkynnt hefur verið um þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu eftir fráfall goðsagnarinnar Pele í gær. Brasilíska þjóðin mun saman syrgja þessa miklu goðsögn.
Pele, sem er talinn einn besti fótboltamaður allra tíma, vann HM þrisvar sinnum með brasilíska landsliðinu ásamt því að hafa unnið fjölmarga titla með Santos í heimalandinu.
Þessi fyrrum sóknarmaður greindist með ristilkrabbamein á síðasta ári en fór í aðgerð og lét fjarlægja meinið. Þá var hann í geislameðferð síðan.
Meinið tók sig aftur upp fyrir stuttu og dreifði það sér. Pele lést svo í gær eftir harða baráttu við veikindin.
Fjölmargir hafa minnst Pele á samfélagsmiðlum og þá hefur styttan af Jesú Kristi í Ríó de Janeiro verið lýst upp í fánalitum Brasilíu til að minnast Pele. Það sama má segja um Wembley, þjóðarleikvang Englendinga eins og sjá má hér að neðan.
Christ the Redeemer statue in Rio lit with the colours of the Brazilian flag in tribute to Pelé ???????? pic.twitter.com/QGMU6MyckL
— SPORTbible (@sportbible) December 30, 2022
Tonight we light the arch in the honour of Pelé.
— Wembley Stadium (@wembleystadium) December 29, 2022
His unique talent lit up the game of football, and inspired the world. pic.twitter.com/6Ho2Fqz37A
Athugasemdir