Tvö mörk eru í uppáhaldi Jürgen Klopp í hans stjóratíð með Liverpool en belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi skoraði bæði mörkin.
Sky Sports spurði Klopp að því hvert uppáhaldsmark hans með Liverpool væri en hann nefndi tvö.
Hann nefndi sigurmark Origi gegn Everton á Anfield er hann skoraði seint í uppbótartíma. Virgil van Dijk átti skot sem datt ofan á slánni og fyrir Origi sem stangaði hann í netið. Eitt furðulegasta mark sem sést hefur.
Klopp fagnaði því með því að hlaupa inn á völlinn og knúsa Alisson, en hitt markið var hornspyrnan sem Trent Alexander-Arnold tók í flýti á móti Barcelona en það mark kom Liverpool í 4-0 eftir að hafa tapað 3-0 á Nou Camp.
„Ég á tvö mörk og Divock Origi skoraði bæði. Það var 'Corner taken quickly' og svo flautumarkið gegn Everton þegar ég hljóp inn á völlinn,“ sagði Klopp
Football is life.
— Googly Eyes (@ashlaferry) December 30, 2022
*Corner taken quickly…*#SaveWarriorNun https://t.co/7WEj2Z1wUx pic.twitter.com/myP5I8E85Y
Divock Origi has always been a nightmare for Everton.
— Football Tekkers (@BallTekkers) April 26, 2022
???? @LFC pic.twitter.com/GFV1j5vWTN
Athugasemdir