Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 31. maí 2024 23:03
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Höskulds: Dagur sem er litaður af mikilli sorg
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þórsarar heimsóttu topplið Njarðvíkur á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 5. umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.  Bæði lið voru fyrir leikinn í kvöld taplaus en það voru Njarðvíkingar sem fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

Áður en Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs tjáði sig um leikinn ræddi hann um sorgardag fyrir Akureyringa.

„Þetta er nátturlega dagur sem að er litaður af mikilli sorg. Margir hérna inni í hópnum sem voru að missa mjög góðan vin í gær. Í hræðilegu slysi sem að litar svolítið daginn í dag. Sérstaklega hérna þrír ungir drengir sem að mæta hérna eftir svona hræðilegan atburð eins og var í gær og ég vill bara nota þetta móment hérna til þess að votta þeirra fjölskyldu og vinum mínar dýpstu kveðjur með það mál." 

Um leikinn hafði Sigurður Heiðar svo þetta að segja. 

„Mér fannst við mjög vel stemmdir fyrir leikinn, það er að segja í upphitun og mér fannst við byrja leikinn þrátt fyrir að fá mark á okkur eftir eina mínútu bara nokkuð vel. Þetta var svona eins fáránlegt og það er að segja það þá fannst mér allt sem að við settum upp taktíkst og hvernig við ætluðum að spila leikinn ganga upp."

„Þeir skora úr tveimur mómentum nátturlega hræðileg tvö mistök sem við gerum sem er bara hluti af þessu en mér fannst við koma frábærlega út í seinni hálfleikinn og vorum miklu, miklu betri. Ef eitthvað er þá fannst mér þetta vera besti leikurinn okkar í langan tíma, sérstaklega á boltanum en vantaði upp á loka hnykkinn og þeir spiluðu vel öftustu fjórir hjá þeim."

„Ef við tökum öll mörkin í burtu þá eins fáránlegt og það er að segja það þá fannst mér við miklu betra liðið."

Nánar er rætt við Sigurð Heiðar Höskuldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner