
Þórsarar heimsóttu topplið Njarðvíkur á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 5. umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. Bæði lið voru fyrir leikinn í kvöld taplaus en það voru Njarðvíkingar sem fóru með sigur af hólmi.
Lestu um leikinn: Njarðvík 5 - 1 Þór
Áður en Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs tjáði sig um leikinn ræddi hann um sorgardag fyrir Akureyringa.
„Þetta er nátturlega dagur sem að er litaður af mikilli sorg. Margir hérna inni í hópnum sem voru að missa mjög góðan vin í gær. Í hræðilegu slysi sem að litar svolítið daginn í dag. Sérstaklega hérna þrír ungir drengir sem að mæta hérna eftir svona hræðilegan atburð eins og var í gær og ég vill bara nota þetta móment hérna til þess að votta þeirra fjölskyldu og vinum mínar dýpstu kveðjur með það mál."
Um leikinn hafði Sigurður Heiðar svo þetta að segja.
„Mér fannst við mjög vel stemmdir fyrir leikinn, það er að segja í upphitun og mér fannst við byrja leikinn þrátt fyrir að fá mark á okkur eftir eina mínútu bara nokkuð vel. Þetta var svona eins fáránlegt og það er að segja það þá fannst mér allt sem að við settum upp taktíkst og hvernig við ætluðum að spila leikinn ganga upp."
„Þeir skora úr tveimur mómentum nátturlega hræðileg tvö mistök sem við gerum sem er bara hluti af þessu en mér fannst við koma frábærlega út í seinni hálfleikinn og vorum miklu, miklu betri. Ef eitthvað er þá fannst mér þetta vera besti leikurinn okkar í langan tíma, sérstaklega á boltanum en vantaði upp á loka hnykkinn og þeir spiluðu vel öftustu fjórir hjá þeim."
„Ef við tökum öll mörkin í burtu þá eins fáránlegt og það er að segja það þá fannst mér við miklu betra liðið."
Nánar er rætt við Sigurð Heiðar Höskuldsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |