Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 31. október 2022 16:07
Elvar Geir Magnússon
ÍA riftir samningum við erlenda leikmenn (Staðfest)
ÍA rifti samningi Kaj Leo í Bartalsstovu.
ÍA rifti samningi Kaj Leo í Bartalsstovu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur rift samningum við þrjá erlenda leikmenn félagsins; Alexander Davey, Christian Köhler og Kaj Leo í Bartalsstovu.

Þeir munu yfirgefa félagið ásamt Kristian Lindberg, Tobias Stagaard og Wout Droste en samningar þeirra runnu út.

„Öllum þessum leikmönnum er óskað velgengni á nýjum vettvangi," segir í tilkynningu ÍA.

Johannes Vall er þá eini erlendi leikmaðurinn sem stendur eftir en hann er samningsbundinn út næsta tímabil.

Skagamenn féllu úr Bestu deildinni og ljóst að miklar breytingar verða á leikmannahópi félagsins. Fyrr í dag var staðfest að Eyþór Wöhler væri búinn að semja við Breiðablik.




Athugasemdir
banner
banner