Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 10. mars 2016 14:00
Elvar Geir Magnússon
Hannes mættur til Noregs - Á leið í læknisskoðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður er kominn til Noregs en hann var staddur í Osló þegar Fótbolti.net náði á hann rétt áðan. Hann er á leið norska úrvalsdeildarfélagsins til Bodö/Glimt á lánssamningi frá NEC Nijmegen.

„Ég er að bíða eftir tengiflugi og fer í læknisskoðun í kvöld. Það liggur fyrir samkomulag milli allra aðila svo ef ég fer í gegnum læknisskoðun þá geng ég frá þessu," segir Hannes.

„Þegar þetta er komið í gegn tökum við næsta skref. Ég nenni ekki að tjá mig of mikið fyrr en þetta er komið Staðfest í sviga."

Bodö/Glimt mætir Sogndal í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar næsta sunnudag en liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar í fyrra.

Hannes er nýbyrjaðu að æfa á fullu eftir að hafa farið í aðgerð vegna meiðsla á öxl á æfingu með íslenska landsliðinu í október. Hann stefnir á að vera með í komandi vináttulandsleikjum Íslands gegn Danmörku og Grikklandi ytra.

Hannes fer til Bodö/Glimt til að fá að spila en markvörðurinn Brad Jones sem keyptur var til NEC Nijmegen eftir að hann meiddist hefur leikið mjög vel og erfitt að hirða stöðuna af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner