Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi-marka kvenna og þjálfari ÍA í Inkasso-deildinni, spáir í spilin fyrir 11. umferðina sem hefst á eftir.
Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi-marka kvenna og þjálfari ÍA í Inkasso-deildinni, spáir í spilin fyrir 11. umferðina sem hefst á eftir.
HK/Víkingur 1 - 3 Þór/KA (klukkan 16:00 í dag)
Eins og HK/Víkingur hefur verið að gera vel í síðustu umferðum þá held ég að Þór/KA verði of stór biti fyrir þær í þessum leik. Held við sjáum samt ekki stórar tölur en reikna með að stelpurnar að norðan vinni þetta 3-1. Gæti trúað að Söndrurnar sjái um markaskorunina hjá sínu liði, Jessen tvö og Major eitt. Nýji leikmaður HK/Víkings, Kader skorar þeirra eina mark.
ÍBV 2 - 0 FH (klukkan 18:00 á þriðjudag)
Ótrúlega erfitt að spá fyrir um þennan leik. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í sumar og spilað undir getu. Þau eru líka bæði að kljást við mikið af meiðslum akkúrat núna sem gerir þetta enn erfiðara. FH er í neðsta sæti og í mikilli fallhættu og verður hreinlega að vinna. ÍBV þarf þess líka svo þær spyrni sér kannski endanlega frá botnbaráttu. ÍBV vinnur þennan leik 2-0 á heimavelli og mörkin gætu komið frá Cloé og Sísí.
Grindavík 0 - 3 Breiðablik (klukkan 19:15 á þriðjudag)
Því miður fyrir Grindavík þá held ég að Blikar verði of stór biti fyrir þær í þessum leik. Blikar hafa spilað frábærlega í deild og bikar og það er kannski mín eina spurning hvort það verði einhver bikar þynnka í Blikum. Skil reyndar ekki hvers vegna þær fengu ekki aukadag eins og Stjarnan og Valur. Blikar vinna með þrem mörkum gegn engu. Berglind er heit eftir bikarinn og setur tvö en Selma Sól eitt og kveður deildina því miður.
KR 1 - 2 Selfoss (klukkan 19:15 á þriðjudag)
Athyglisverð viðureign. Selfoss annað af þeim liðum sem KR hefur unnið í sumar og það á Selfossi. Held reyndar að þessi leikur verði allt annar leikur þar sem Selfoss er með allt annað lið en í þeim leik. Reikna með jöfnum leik en held að Selfoss fari heim með stigin þrjú. Ætla að spá 2-1 fyrir Selfoss. Reimus og Erna skora fyrir Selfoss en Katrín Ómars gerir eitt mark, kannski bara skutluskalli í þetta sinn.
Stjarnan 2 - 2 Valur (klukkan 19:15 á miðvikudag)
Stórleikur í beinni á sportinu. Hrikalega erfitt að spá en bæði áttu bikarleik á laugardag og Stjarnan er komin í úrslitaleikinn 18. ágúst en Valur dottið út. Það hljóta að vera mikil vonbrigði á Hlíðarenda. Eins og er, er allt of langt í toppinn og hvorugt liðið á séns í titilinn nema eitthvað mikið gerist. Valur á þó meiri séns en mega ekki klúðra meiru. Held að bæði lið skori í þessum leik en hann endi með jafntefli, 2-2. Elín Metta og Fanndís skora fyrir Val. Harpa mun sjá um markaskorun í Garðabænum.
Sjá einnig:
Markaðurinn í Draumaliðsdeild Toyota lokar 15
Fyrri spámenn:
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (2 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (2 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir