Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. janúar 2023 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alltaf planið að hvíla Martinez - „Hann er mikilvægur og númer eitt"
Mynd: Getty Images

Heimsmeistarinn Emiliano Martinez markvörður Aston Villa var mættur aftur í hópinn í dag þegar liðið vann Tottenham en hann sat á bekknum.


Unai Emery stjóri Aston Villa sagðist ætla að ræða við hann um hegðun sína í fagnaðarlátum Argentínu á verðlaunaafhendingunni á HM og fjölmiðlar telja að hann vilji losna við markvörðinn.

Emery segir þó að Martinez sé aðalmarkvörður liðsins.

„Martinez er mjög mikilvægur og hann er númer eitt. Olsen veit hvaða hlutverki hann gegnir og hann er mjög jákvæður. Í leikjum eins og í dag, við vitum að við fáum frammistöðu frá honum þegar á þarf að halda," sagði Emery.

„Þetta var áætlunin. Við undirbjuggum Martinez fyrir að hvíla í nokkra daga eftir HM og við erum að vinna í því að færa Olsen sjálfstraust og hann fær það þegar hann sýnir frammistöður eins og í dag."

„Martinez er nálægt því að spila en við höfum trú á Robin Olsen,"


Athugasemdir
banner
banner