Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. janúar 2023 00:00
Brynjar Ingi Erluson
Gleðilegt ár!
Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt nýtt ár!
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net óskar lesendum sínum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Við þökkum um leið samveruna á árinu sem var að líða.

Fótboltaárið 2022 var stórskemmtilegt í alla staði. Manchester City varð Englandsmeistari og Real Madrid vann Meistaradeild Evrópu.

Liverpool vann ensku bikarkeppninnar og þá varð Eintracht Frankfurt Evrópudeildarmeistari. Roma er fyrsti sigurvegarinn í nýrri Sambandsdeild Evrópu.

Í Sambandsdeildinni náðu íslensk lið ágætis árangri og styttist óðum í að íslenskt lið spili í riðlakeppni í Evrópu.

Íslenska kvennalandsliðið spilaði á Evrópumótinu í fjórða sinn og gerði þar þrjú jafntefli, þar á meðal eitt gegn Frakklandi, sem er talin ein sterkasta þjóð heims. Liðið var grátlega nálægt því að komast á HM í fyrsta sinn. Liðið spilaði í úrslitum umspilsins gegn Portúgal en töpuðu, 4-1, í framlengingu.

Karlalandsliðið vann Baltic-bikarinn eftir sigra á Litháen og Lettlandi og náði þá ágætis árangri í Þjóðadeild.

Karlalið Víkings varð bikarmeistari í þriðja sinn í röð á meðan Breiðablik vann Bestu deildina. Kvennalið Vals vann þá bæði deild- og bikar.

Markmið Fótbolta.net er að gera enn betur á komandi ári.

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og þökkum kærlega fyrir þau gömlu!
Athugasemdir
banner
banner
banner