Tottenham og Aston Villa eigast við í fyrsta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00 á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum.
Heimsmeistarinn Emiliano Martínez er á bekknum hjá Aston Villa í dag en hann var að mæta aftur á svæðið eftir að hafa fagnað heimsmeistaratitlinum í Argentínu.
Robin Olsen er því áfram í marki Villa og gerir Unai Emery ekki breytingu á liði sínu.
Antonio Conte, stjóri Tottenham, gerir aftur á móti þrjár breytingar á liði sínu. Eric Dier, sem hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir mistök sín gegn Brentford, kemur á bekkinn. Japhet Tanganga og Dejan Kulusevski detta einnig út en Cristian Romero, Ben Davies og Bryan Gil koma inn.
Vekur athygli að Romero, sem spilaði alla leiki Argentínu á HM, er í byrjunarliði Tottenham en Martínez er samt sem áður á bekknum hjá Villa. Sögusagnir eru í gangi um að Emery vilji losa sig við Martínez í þessum glugga.
Tottenham: Lloris, Doherty, Lenglet, Romero, Davies, Perisic, Bissouma, Hojbjerg, Gil, Kane, Son.
Aston Villa: Olsen, Young, Konsa, Mings, Digne, McGinn, Douglas Luiz, Kamara, Buendia, Watkins, Bailey.
Athugasemdir