City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   sun 01. janúar 2023 14:36
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Ekkert gengur hjá Cardiff
Blackburn 1 - 0 Cardiff City
1-0 Bradley Dack ('48 )

Blackburn Rovers lagði Cardiff City að velli, 1-0, í ensku B-deildinni í dag, en Cardiff hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum liðsins.

Eina mark leiksins gerði Bradley Dack í upphafi síðari hálfleiks en hann átti þá hörkuskot sem fór af Jack Simpson og rúllaði í markið.

Sigurmarkið var verðskuldað á meðan leikmenn Cardiff voru bitlausir og náðu ekki að skapa sér neitt af viti í þeim síðari.

Lokatölur 1-0 fyrir Blackburn sem er í 3. sæti með 42 stig, fimm stigum á undan Sunderland. Cardiff hefur hins vegar ekki unnið í síðustu sjö leikjum og er liði í miklu basli í 20. sæti deildarinnar með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner