Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. janúar 2023 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte: Ég bjóst við að þetta myndi gerast
Mynd: EPA

Tottenham er í miklum vandræðum á þessari leiktíð en liðið hefur ekki unnið í fimm af síðustu sjö leikjunum. Liðið tapaði gegn Aston Villa í dag.


„Ég veit hvernig staðan er. Félagið er líf mitt og ég veit að það er metnaður hér. Þeir vita hvað ég hugsa, búa til góðan grunn og byggja ofan á það. Það var ljóst í upphafi að við getum barist um titla en reyna að bæta okkur," sagði Conte.

„Það eru félög sem geta eytt 200-300 milljónum punda. Maður þarf að bera virðingu fyrir politíkinni annars búum við til vætingar sem eru ekki jákvæðar. Ég bjóst við því að þetta myndi gerast, nú verðum við að byrja að berjast. Staðan er sú að við erum í 5. sæti í deildinni og það getur runnið frá okkur fljótt."

Liverpool getur, með sigri á Brentford á morgun, komist upp fyrir Tottenham í 5. sætið.


Athugasemdir
banner
banner