Tveir leikir eru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni á þessum fyrsta degi á nýju ári en Chelsea heimsækir Nottingham Forest á City Ground á meðan Tottenham spilar við Aston Villa.
Árið 2022 var ekkert sérlega gott hjá Chelsea. Liðið tapaði tveimur úrslitaleikjum gegn Liverpool og byrjaði þá tímabilið illa undir stjórn Thomas Tuchel. Hann var rekinn frá félaginu í október og tók Graham Potter við liðinu.
Stuðningsmenn félagsins vonast til þess að 2023 verði þeim betra en það sem var að líða. Chelsea fer á City Ground klukkan 16:30 og spilar við nýliða Nottingham Forest á meðan Tottenham fær Aston Villa í heimsókn í fyrri leik dagsins.
Leikir dagsins:
14:00 Tottenham - Aston Villa
16:30 Nott. Forest - Chelsea
Athugasemdir