Leeds United er að ganga frá kaupum á austurríski leikmanninum Maximilian Wöber frá RB Salzburg en Fabrizio Romano segir að félagaskiptin séu svo gott sem frágengin.
Enska félagið greiðir um 11 milljónir punda fyrir Wöber og er nú verið að undirbúa skjöl til undirritunar. Fabrizio Romano smellir svo hinum vinsæla frasa „Here we go! við færsluna og því stutt í að hann verði kynntur.
Wöber er 24 ára gamall og spilar stöðu miðvarðar en hann er fyrirliði austurríska félagsins.
Jesse Marsch, stjóri Leeds, þekkir vel til Wöber, en hann þjálfaði leikmanninn hjá Salzburg frá 2019 til 2021.
Leeds kaupir hann fyrir nákvæmlega sömu upphæð og Salzburg borgaði fyrir hann fyrir þremur árum frá Sevilla.
Athugasemdir