Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Heyrðu af úrslitunum á Etihad - „Það hvatti okkur áfram"
Bukayo Saka
Bukayo Saka
Mynd: Getty Images
Arsenal er með sjö stiga forystu í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 sigur á Brighton í gær en leikmenn fréttu af úrslitum á Etihad-leikvanginum áður en þeir spiluðu við liðið.

Manchester City gerði 1-1 jafntefli við Everton á Etihad í gær en það var glæsimark Demarai Gray og vel skipulagður varnarleikur gestanna sem skóp stigið.

Leikmenn Arsenal voru að gera sig klára fyrir leikinn gegn Brighton þegar þeir heyrðu af úrslitunum á Etihad og gaf það þeim auka kraft til að klára Brighton.

„Við reyndum að einbeita okkur að því sem við gerum en þegar við heyrðum af úrslitunum þá gaf það okkur meiri hvatningu til að keyra á þetta og ná í úrslit gegn Brighton,“ sagði Saka við BBC eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner