Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Jimenez gæti yfirgefið Wolves
Raul Jimenez
Raul Jimenez
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez, framherji Wolves, gæti verið á förum frá félaginu í glugganum en þetta kemur fram í Daily Mail.

Þessi 31 árs gamli framherji hefur verið á mála hjá Wolves frá 2018 en hann spilaði fyrsta tímabilið á láni frá Benfica áður en skiptin voru gerð varanleg ári síðar.

Hann skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni á fyrstu tveimur tímabilum sínum en á þriðja tímabili hans meiddist hann alvarlega eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg eftir að samstuð við David Luiz.

Jimenez hefur ekki verið sami leikmaðurinn síðan. Hann skoraði 6 mörk á síðustu leiktíð og hefur þá gert tvö mörk á þessu tímabili, en hann gæti yfirgefið Wolves í þessum glugga.

Matheus Cunha er kominn með leikheimild með Wolves eftir að hafa komið á láni frá Atlético Madríd og þá er enska félagið í leit að öðrum framherja. Ef það gengur upp er Jimenez frjálst að yfirgefa Úlfanna.
Athugasemdir
banner
banner