Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. janúar 2023 11:01
Brynjar Ingi Erluson
Juventus mun ekki framlengja við Alex Sandro
Alex Sandro
Alex Sandro
Mynd: Getty Images
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Alex Sandro mun að öllum líkindum yfirgefa Juventus í sumar er samningur hans við félagið rennur út.

Alex Sandro, sem er 31 árs, var einn eftirsóttasti bakvörður heims fyrir átta árum er hann spilaði með Porto en hann valdi það að fara til Juventus.

Félagið borgaði 26 milljónir evra fyrir hann og var hann í lykilhlutverki lengi vel en hlutverk hans er minna undir stjórn Massimo Allegri.

Allegri notast mest við 3-5-2 leikkerfið en fer af og til í hefðbundið 4-4-2. Hann hefur þá spilað vinstra megin í þriggja manna vörn og sem bakvörður, með Filip Kostic á vinstri vængnum. Sandro hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu í sex leikjum til þessa.

Samningur Sandro rennur út eftir þetta tímabil og stendur ekki til að framlengja við leikmanninn.

Juventus á möguleika á því að framlengja samninginn um eitt ár en félagið mun ekki nýta það ákvæði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner