Króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren er að ganga í raðir Lyon frá rússneska félaginu Zenit, tíu árum eftir að hafa yfirgefið franska félagið, en þetta segir L'Equipe.
Varnarmaðurinn sterki hefur spilað í Rússlandi síðustu tvö ár en hann kom til Zenit frá Liverpool.
Lovren hefur lítinn áhuga á að vera áfram í Rússlandi, enda mega félög þaðan ekki spila í keppnum á vegum UEFA og í raun einangruð frá Evrópu.
Hann er nú 33 ára gamall en er klár í að snúa aftur til Frakklands og ganga í raðir Lyon.
Tíu ár eru síðan hann yfirgaf Lyon og samdi við Southampton en á næstu dögum mun hann semja við félagið. Lyon er búið að ná samkomulagi við Zenit um kaup á honum og styttist í undirskrift.
Lovren spilaði alla leiki Króatíu á HM fyrir utan einn en hann var á bekknum í 2-1 sigrinum á Marokkó í leiknum um bronsið.
Athugasemdir