Belgíski framherjinn Romelu Lukaku sér ekki fyrir sér að snúa aftur til Chelsea eftir tímabilið en hann vonast til að fá lausn í málið á næstu mánuðum.
Lukaku, sem er 29 ára gamall, snéri aftur til Ítalíu eftir martraðadvöl hjá Chelsea.
Hann náði aldrei að finna sig hjá félaginu en Chelsea keypti hann fyrir tæpar 100 milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan.
Samband hans og Thomas Tuchel var orðið stirt og fór það svo að Lukaku grátbað Todd Boehly, eiganda Chelsea, um að leyfa sér að fara aftur til Inter.
Hann fékk það í gegn en hann er á láni út þessa leiktíð. Lukaku vonast til þess að félögin nái saman eftir tímabilið svo hann geti verið áfram á Ítalíu.
„Ég vonast til að vera áfram hjá Inter í framtíðinni. Ég elska þetta félag og vil halda áfram að spila hér. Við munum tala við Chelsea til að finna góða lausn,“ sagði Lukaku í viðtali við Sky.
„Todd Boehly ákvað að leyfa mér að fara eftir að ég sagði honum sannleikann um samband mitt og Tuchel,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir