Newcastle United hefur ákveðið að kalla markvörðinn Martin Dubravka til baka úr láni frá Manchester United. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Man Utd.
Man Utd fékk Slóvakann á láni frá Newcastle í sumar og var hann fenginn inn til að vera David de Gea til halds og trausts.
Dubravka hefur komið við sögu í tveimur leikjum í enska deildabikarnum með United og ekki þótt neitt sérstaklega sannfærandi og þá sérstaklega gegn Burnley í síðustu umferð.
Newcastle hefur nú tekið ákvörðun um að kalla hann til baka úr láninu. Manchester United staðfesti það svo með tilkynningu í dag.
Dubravka var ekki í hópnum hjá United gegn Wolves í gær en Tom Heaton var á bekknum í hans stað.
Þessi landsliðsmaður Slóvakíu var aðalmarkvörður Newcastle á síðasta tímabili en missti sæti sitt er Nick Pope kom frá Burnley.
All the best, @HecoDubravka! ???????? #MUFC
— Manchester United (@ManUtd) January 1, 2023
Athugasemdir