Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 01. janúar 2023 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Áhyggjuefni að við áttum sigurinn ekki skilið
Mynd: EPA

Graham Potter stjóri Chelsea var svekktur með jafntefli gegn Nottingham Forest í dag í kaflaskiptum leik.


Chelsea var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og var með eins marks forystu en Forest jafnaði verðskuldað metin í þeim síðari.

„Unnum vel fyrir þessu stigi gegn liði sem var vel undirbúið, þeir settu okkur undir pressu í síðari hálfleik. Frammistaða okkar var ekki nógu góð til að taka stigin þrjú. Við hreyfðum boltann ekki nógu hratt og það hefði verið ósanngjarnt að taka þrjú stig," sagði Potter.

„Þetta var erfiður leikur, Forest spilaði vel en við erum svekktir með frammistöðuna okkar heilt yfir og höfum áhyggjur af því að við áttum sigurinn ekki skilið."

Gengið á útivelli hefur ekki verið gott hjá Chelsea. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki. Hvernig stendur á því?

„Á útivelli eru lið ekki að fara gera þetta auðvelt fyrir þig. Leikmenn munu hlaupa í gegnum vegg (gegn Chelsea) og við verðum að vera auðmjúkir og gera okkur grein fyrir því. Við verðum að gera betur," sagði Potter.


Athugasemdir
banner
banner
banner