City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   sun 01. janúar 2023 12:47
Brynjar Ingi Erluson
Silas framlengir við Stuttgart
Silas Katompa Mvumpa, leikmaður Stuttgart, framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2026.

Kóngómaðurinn var fenginn til Stuttgart frá Paris FC fyrir þremur árum og spilaði hann stóra rullu í því að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

Hann var frábær á fyrsta tímabili sínu með Stuttgart í efstu deild og gerði 13 deildarmörk en hann glímdi við erfið meiðsli á síðustu leiktíð og spilaði aðeins níu leiki í heildina.

Furðulegt mál kom upp fyrir tveimur árum þegar það kom í ljós að rétt nafn hans væri Silas Katompa Mvumpa en ekki Silas Wamangituka Fundu eins og haldið var í fyrstu. Þá var hann einu ári yngri en pappírarnir sögðu til um, en talið er að fyrrum umboðsmaður hans hafi falsað skjölin viljandi. Silas var dæmdur í þriggja mánaða bann af þýska knattspyrnusambandinu og fékk 30 þúsund evrur í sekt.

Silas, sem er 24 ára gamall, er kominn aftur í gírinn með Stuttgart og hefur nú framlengt samning sinn til næstu þriggja ára eða til 2026.

Stuttgart er í 16. sæti með 14 stig en Silas er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fjórtán leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner