Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag tekur allar ákvarðanir
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho er ungur og efnilegur en Ten Hag vill að meira samstarf sé á milli deilda hjá félaginu
Alejandro Garnacho er ungur og efnilegur en Ten Hag vill að meira samstarf sé á milli deilda hjá félaginu
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Erik ten Hag er að gjörbreyta umhverfinu hjá Manchester United en hann mun nú taka ákvarðanir hjá U23 ára liði félagsins. Þetta kemur fram í Mirror.

Ten Hag tók við liði Manchester United í sumar og er hans hugmyndafræði þegar farin að sýna árangur.

Liðið hefur aðeins tapað fimm leikjum fyrri hluta tímabils og voru tveir þeirra í byrjun leiktíðar.

Það er komið meira jafnvægi í hópinn og ætlar Ten Hag að sjá til þess að þeir leikmenn sem koma úr U23 ára liðinu séu reiðubúnir í að taka stökkið í aðalliðið.

Mirror segir að Ten Hag taki allar ákvarðanir hjá U23 ára liðinu en hann mun vinna náið með Mark Dempsey, þjálfari liðsins, en ákvörðun með liðsval, mínútufjölda og hvaða stöður menn spila er alltaf í höndum Ten Hag.

Ten Hag vann svipað starf hjá Ajax en hann telur að þetta sé besta leiðin til að fá betri sýn á unglingastarf félagsins og hvort menn séu tilbúnir í að taka næsta skref ferilsins.

„Fyrir mér er það mikilvægt að það sé gott samstarf á milli deilda til að koma með réttan kúltúr inn í félagið. Þegar ég kom til Manchester United þá var varaliðið einangrað, svipað og það var hjá Ajax.“

„Varaliðið var ekki lengur hluti af akademíunni en ekki heldur hluti af aðalliðinu. Ég breytti því strax, alveg eins og ég gerði þegar ég kom fyrst til Amsterdam

„Varaliðið var undir stjórn þjálfarans hjá Ajax. Það var eina leiðin fyrir mig til að geta haft áhrif á flæði af ungum og hæfileikaríkum leikmönnum inn í aðalliðið. Ég gef auðvitað þjálfurunum frelsi til að vinna en ég gef þeim líka skipanir eins og þegar ég vil að einhver leikmaður spili mínútur í ákveðinni stöðu.“

„Þannig það er á mína ábyrgð hvernig varaliðið stendur sig og hvernig flæði leikmanna er á milli varaliðsins og aðalliðsins,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner