Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. september 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Daniel James farinn til Fulham (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Leeds

Fulham eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og voru að staðfesta komu Daniel James á eins árs lánssamningi frá Leeds United.


Búist var við að Leeds myndi hætta við að hleypa James til Fulham á láni eftir að félagsskipti Bamba Dieng frá Marseille runnu út í sandinn.

Nú er útlit fyrir að Leeds sé að krækja í Wilfried Gnonto frá FC Zürich og mun hann fylla í skarðið sem James skilur eftir í leikmannahópinum. Það er ólíklegt að James hefði verið hleypt burt án þess að fá mann inn í staðinn.

James er 24 ára kantmaður sem Leeds keypti fyrir 25 milljónir punda í fyrra. Hann stóðst ekki væntingar hjá félaginu og reynir nú fyrir sér hjá Fulham.

James á 74 leiki að baki fyrir Manchester United og er búinn að spila í öllum leikjum Leeds á tímabilinu. Leikstíll hans einkennist af miklum hraða og á hann 36 leiki að baki fyrir velska landsliðið.

Hann er ellefti leikmaðurinn til að ganga í raðir Fulham í sumar og sá fjórði í dag eftir Laywin Kurzawa, Willian og Carlos Vinicius.


Athugasemdir
banner
banner
banner