Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Willy Gnonto til Leeds (Staðfest)
Mynd: EPA

Leeds er búið að tilkynna félagsskipti Wilfried Gnonto frá FC Zürich. Þessi ítalski táningur er talinn kosta innan við 10 milljónir punda en sú upphæð getur hækkað með árangurstengdum aukagreiðslum.


Gnonto bætist við efnilega sóknarlínu Leeds og tekur sæti Daniel James í leikmannahópinum eftir að velski landsliðsmaðurinn var lánaður til Fulham.

Gnonto er 18 ára sóknarmaður með 4 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu. Hann á afmæli í nóvember og verður spennandi að fylgjast með honum. 

Gnonto er lágvaxinn en þétt vaxinn og mjög sterkur líkamlega, auk þess að vera snöggur og með lágan þyngdarpunkt.

Gnonto er níundi leikmaðurinn til að ganga í raðir Leeds ef Sonny Perkins sem gekk til liðs við akademíuna er einnig talinn með.


Athugasemdir
banner
banner