Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birta Georgs áfram hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Breiðablik. 


Birta er uppalin hjá Stjörnunni en hún gekk til liðs við Breiðablik frá FH árið 2021. Hún lék 19 leiki og skoraði sex mörk í deildinni þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar.

Hún hefur leikið 123 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim 38 mörk.

Hún á 27 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim tvö mörk. Þá hefur hún spilað einn A landsleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner