Einn rjúkandi kaffibolli og lestur á slúðurpakkanum. Eitthvað til að hlýja sér við á köldum nóvembermorgni. Manchester United ætlar að styrkja sig og Trossard er að fá nýjan samning hjá Arsenal.
Manchester Unitef vill fá enska miðjumanninn Angel Gomes (24) aftur til félagsins á frjálsri sölu þegar samningur hans við Lille rennur út næsta sumar. (Mail)
Þá er United tilbúið að keppa við Real Madrid um kaup á Ademola Lookman (27), kantmanni Atalanta. Þessi 27 ára nígeríski landsliðsmaður gæti fengið tilboð næsta sumar. (Caught Offside)
United hefur einnig haft samband við Paris St-Germain vegna áhuga á að fá franska landsliðsframherjann Randal Kolo Muani (25) lánaðan í janúar. (Le 10 Sport)
West Ham og Newcastle eru meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á franska framherjanum Kolo Muani. (Caught Offside)
Félögin tvö, ásamt Everton og Nottingham Forest, fylgjast einnig með brasilíska framherjanum Yuri Alberto (23) hjá Corinthians sem er metinn á 17 milljónir punda. (TBR)
Ekki er líklegt að áhugi Newcastle á Marc Guehi (24) varnarmanni Crystal Palace og enska landsliðsins kvikni aftur í janúar vegna þess að hollenski varnarmaðurinn Sven Botman snýr til baka eftir meiðsli. (Times)
Arsenal á í viðræðum við belgíska kantmanninn Leandro Trossard (29) um nýjan samning sem myndi fela í sér verulega launahækkun. (Mail)
Real Madrid er enn sannfært um að kanadíski varnarmaðurinn Alphonso Davies (24) muni ganga til liðs við félagið frá Bayern München á frjálsri sölu í sumar þrátt fyrir að umboðsmaður hans hafi ýjað að því að hann gæti skrifað undir nýjan samning við þýska bronsliðið. (AS)
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool, Peter Moore, segir að eigendur félagsins vinni af ákefð að því að ná nýjum samningum við egypska kantmanninn Mohamed Salah (32), enska hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold (26) og hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk (33). (Sky Sports)
Edin Terzic fyrrum stjóri Borussia Dortmund, Kasper Hjulmand, fyrrverandi stjóri Danmerkur, Sebastian Höness hjá Stuttgart og Roger Schmidt fyrrum stjóri Bayer Leverkusen og Benfica eru á forvalslista West Ham ef félagið ákveður að láta Julien Lopetegui af fara. (Mirror)
Manchester City gæti þurft að bíða þar til í lok mars til að komast að niðurstöðu vegna 115 ákæru á hendur þeim fyrir meint brot á fjármálareglum úrvalsdeildarinnar. (Football Insider)
Nýr samningur Pep Guardiola við City inniheldur ekki ákvæði um það ef félagið fær harða refsingu vegna brota á fjárhagsreglum. (Telegraph)
Josh Brownhill (28), miðjumaður Burnley, er skotmark Lazio, Fiorentina og Torino en samningur hans á Turf Moor rennur út næsta sumar. (Calciomercato)
Juventus gæti fengið Ben Chilwell (27), varnarmann Chelsea, á láni í janúar en hann leitar að leiktíma eftir að Enzo Maresca setti hann í frystikistuna. (Mail)
Athugasemdir