Spænska félagið Barcelona er komið í bílstjórasætið um þýska varnarmanninn Jonathan Tah en þetta segir spænski miðillinn El Chiringuito
Tah er 28 ára gamall miðvörður sem var í föstu hlutverki í vörn Leverkusen er liðið fór taplaust í gegnum þýsku deildina á síðustu leiktíð.
Þýski landsliðsmaðurinn lék 48 leiki í öllum keppnum og tapaði aðeins einum, gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Samningur kappans rennur út eftir þetta tímabil og er ekki talið líklegt að hann verði áfram en El Chiringuito segir Barcelona nú líklegasta áfangastað leikmannsins.
Tah hefur einnig verið orðaður við erkifjendur Barcelona í Real Madrid.
Eder Militao sleit krossband á dögunum og eru aðeins tveir miðverðir félagsins heilir heilsu. Það hefur því komið til greina að sækja annan miðvörð í janúar og er Tah sagður á lista.
Athugasemdir