Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 09:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Aðalsteins framlengir við KA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tilkynnti í morgun að Bjarni Aðalsteinsson sé búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hann er nú samningsbundinn út tímabilið 2026.

Fyrri samningur hans rann út í lok október en Bjarni hefur verið í lykilhlutverki í liði KA undanfarin ár. Í sumar skoraði hann sex mörk, þrjú deildinni og þrjú í bikarnum.

Bjarni er 25 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá KA og hefur spilað alls 123 leiki í deild, bikar og Evrópu fyrir félagið og skorað 13 mörk.

Hann var orðaður við félagaskipti til Danmerkur en nú er orðið ljóst að hann mu taka slaginn með KA næstu tímabilin.

Bjarni hjálpaði KA að landa sínum fyrsta bikarmeistaratitli síðasta sumar. KA tryggði sér með þeim titli sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar næsta sumar.

„Bjarni hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína með KA liðinu undanfarin ár en þrátt fyrir að vera varnarsinnaður miðjumaður gerði hann sex mörk á nýliðnu sumri og komu þrjú þeirra á leið liðsins að sigri í Mjólkurbikarnum. Ekki nóg með að vera magnaður innan vallar er Bjarni einnig mikill félagsmaður og frábær fyrirmynd."

„Það eru stórkostlegar fréttir að Bjarni sé búinn að skrifa undir nýjan samning og lykilskref í undirbúningi fyrir komandi sumar. Það eru spennandi tímar framundan þar sem bikarmeistarar KA taka aftur þátt í Evrópukeppni en Bjarni gerði glæsilegt mark er KA sló út írska liðið Dundalk er KA fór alla leið í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar sumarið 2023,"
segir í frétt á heimasíðu KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner