Lionel Messi og félagar í Inter Miami eru að ráðast í þjálfarabreytingar. Eftir að liðið tapaði óvænt gegn Atlanta í MLS bikarnum þá er Tata Martino að missa starfið.
Nú þegar hefur Xavi, fyrrum liðfélagi Messi hjá Barcelona, verið orðaður við starfið.
Nú þegar hefur Xavi, fyrrum liðfélagi Messi hjá Barcelona, verið orðaður við starfið.
Xavi var síðast stjóri Barcelona en hann hætti þar eftir síðasta tímabil.
En samkvæmt Marca er ómögulegt að Xavi taki við Inter Miami. Hann er í fríi og ætlar sér ekki að snúa aftur úr því snemma.
Hann vill þá taka við félagi sem er í sterkri deild í Evrópu og er Miami því ekki hentugur kostur fyrir hann þó hann þekki nokkra leikmenn liðsins mjög vel.
Messi, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, hefur gefið það út að hann ætli að koma sterkari til baka á næsta tímabili.
Athugasemdir