Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold tæpur fyrir Real Madrid
Hefur verið mikið orðaður við Madrídarstórveldið.
Hefur verið mikið orðaður við Madrídarstórveldið.
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold er tæpur fyrir leik Liverpool gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Alexander-Arnold hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid en samningur hans við Liverpool er að renna út næsta sumar.

Hann meiddist í 2-0 sigrinum gegn Aston Villa fyrir landsleikjahlé og það er útilokað að hann spili gegn Southampton um helgina.

„Trent er ekki að æfa með okkur en hann er að færast nálægt því. Við búumst við honum fljótlega til baka," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, í dag.

Alisson er einnig fjarri góðu gamni gegn Southampton og það sama má segja um Diogo Jota og Federico Chiesa.
Athugasemdir
banner
banner
banner