Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til að Rangers horfi til Íslands í leikmannaleit
Danijel Dejan Djuric fagnar marki síðastliðið sumar.
Danijel Dejan Djuric fagnar marki síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric hefur mögulega spilað sitt síðasta tímabil á Íslandi en hann er mjög spennandi leikmaður sem reikna má með að taki skrefið erlendis í vetur.

Danijel, sem er fæddur árið 2003, hefur leikið vel með Víkingum síðustu árin og vakið áhuga erlendra félaga. Glugginn hefur stækkað fyrir hann síðustu vikur þar sem hann hefur verið að spila vel í Sambandsdeildinni.

Rangers Journal sem fjallar um málefni skoska stórliðsins Rangers á samfélagsmiðlum - og er með um níu þúsund fylgjendur - leggur það til í dag að Danijel verði keyptur til félagsins.

„Spennandi íslenskur sóknarmaður með mikla sprengju. Hann hefur ekki bara sýnt hæfileika sína á Íslandi, heldur líka í Evrópu," segir í færslu hjá miðlinum.

Nils Koppen, yfirmaður leikmannamála hjá Rangers, er merktur í færsluna.

Rangers er risastórt félag í Skotlandi en félagið hefur unnið flesta deildartitla þar í landi.


Athugasemdir
banner
banner
banner