Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin klásúla um riftun þó Man City verði fellt
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Pep Guardiola er að framlengja samning sinn við Manchester City. Hann er gera samning sem gildir til ársins 2026.

Samkvæmt Guardian þá er engin klásúla í samningum um að Guardiola geti rift ef City fellur úr ensku úrvalsdeildinni.

City er ríkjandi Englandsmeistari en félagið stendur í ströngu gegn ensku úrvalsdeildinni. Það er stórt dómsmál í gangi en Man City þarf að verjast 115 ákærum þar sem félagið er að sakað um að hafa brotið fjármálareglur deildarinnar.

Félagið neitar sök í málinu en Guardiola ætlar sér að fara niður með liðinu ef svo verður dæmt.

Guardiola hefur stýrt Man City til sex Englandsmeistaratitla frá því hann tók við stjórnartaumunum 2016. Hann hefur unnið FA-bikarinn tvisvar, deildabikarinn fjórum sinnum, Meistaradeildina einu sinni og sömuleiðis HM félagsliða.
Athugasemdir
banner
banner
banner