Leroy Sané, kantmaður Bayern München og þýska landsliðsins, hefur tjáð sig um mögulega endurkomu í ensku úrvalsdeildina.
Sane hefur verið orðaður við Arsenal og Manchester United upp á síðkastið.
Sane hefur verið orðaður við Arsenal og Manchester United upp á síðkastið.
Kantmaðurinn fljóti verður samningslaus næsta sumar og er framtíð hans í óvissu.
„Ég fylgist enn með ensku úrvalsdeildinni og horfi á leiki í sjónvarpinu. En fyrir mig er mikilvægast að vera hjá félagi þar sem ég get verið upp á mitt besta, þróast og unnið titla."
„Ég hef það hjá Bayern," sagði hinn 28 ára gamli Sane en hann kveðst einnig vera í viðræðum um nýjan samning við þýska stórveldið.
Það er útlit fyrir að helsta ósk Sane sé að vera áfram hjá Bayern miðað við þessi ummæli.
Athugasemdir