Newcastle mun reyna aftur að kaupa varnarmaninn Marc Guehi þegar janúarglugginn opnar eftir rúman mánuð.
Guehi var efstur á óskalista Newcastle síðasta sumar en Crystal Palace hafnaði fjölda tilboða. Steve Paris, stjórnarformaður Palace, sagðist vilja fá ofurstjörnupening fyrir Guehi.
Guehi var efstur á óskalista Newcastle síðasta sumar en Crystal Palace hafnaði fjölda tilboða. Steve Paris, stjórnarformaður Palace, sagðist vilja fá ofurstjörnupening fyrir Guehi.
Síðasta tilboð Newcastle í Guehi var upp á um 60 milljónir punda en það dugði ekki.
Samkvæmt Northern Echo ætlar Newcastle að reyna aftur en Palace gæti lent í vandræðum ef þeir selja ekki Guehi fljótlega. Hann á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum.
Newcastle mun ekki bjóða sama pening í Guehi þar sem félagið telur virði hans hafa minnkað út af samningamálum en leikmaðurinn sjálfur er sagður spenntur fyrir því að fara til Newcastle.
Athugasemdir