Tottenham hefur ákveðið að áfrýja sjö leikja banninu sem úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur var dæmdur í fyrr í þessari viku.
Spurs samþykkir að Bentancur hafi verið dæmdur sekur en félagið er ósátt við lengdina á banninu.
Spurs samþykkir að Bentancur hafi verið dæmdur sekur en félagið er ósátt við lengdina á banninu.
Ástæðan fyrir banninu eru ummæli sem Bentancur lét falla síðasta sumar um liðsfélaga sinn, Son Heung-min. Úrúgvæskur sjónvarpsmaður bað Bentancur um að gefa sér Tottenham treyju og þá svaraði miðjumaðurinn:
„Viltu treyjuna frá Sonny? Hún gæti líka verið frá frænda hans þar sem þeir líta allir eins út."
Bentancur baðst afsökunar opinberlega og bað hann einnig Son afsökunar persónulega. Son samþykkti afsökunarbeiðnina en Bentancur fer samt sem áður í leikbann vegna kynþáttafordóma. Spurning er þó hvort bannið verði stytt.
Athugasemdir