Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 22. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham án beggja miðvarðanna gegn meisturunum
Cristian Romero var að eignast stelpu.
Cristian Romero var að eignast stelpu.
Mynd: EPA
Tottenham verður án hollenska miðvarðarins Micky van de Ven er liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City á morgun og þá mun Cristian Romero ekki ná leiknum.

Van de Ven hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en er byrjaður að æfa á grasi. Vonast er eftir því að hann verði klár um miðjan desember.

Hann hefur verið fastamaður í vörn Tottenham ásamt Romero, sem gæti misst af leiknum þar hann og eiginkona hans eignuðust stelpu á dögunum. Þá hefur hann einnig verið að glíma við smávægileg meiðsli síðustu vikur en hann lék aðeins einn hálfleik í landsleikjaverkefninu með Argentínu.

„Ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd Cristian og eiginkonu hans sem voru að eignast stelpu. Hann er ekki alveg 100 prósent, þannig það er óljóst hvort hann verði með um helgina. Annars komust allir nokkuð heilir í gegnum landsleikina,“ sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, við Sky Sports.

Staðfesti hann þá að Van de Ven muni líklegast ekki snúa aftur á völlinn fyrr en um miðjan desember.

„Það eru enn nokkrar vikur í Micky. Hann er byrjaður að æfa á grasi en það er enn nokkrar vikur í hann. Við erum að vonast til að hann verði mættur og tilbúinn að spila um miðjan desember,“ sagði Ange í lokin.

Fréttin hefur verið uppfærð: Staðfest hefur verið að Romero muni ekki spila á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner