Andri Adolphsson er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Stjörnuna, hann er nú samningsbundinn út næsta tímabil.
Andri er 31 árs og er í grunninn kantmaður. Hann hefur hins vegar einnig spilað sem bakvörður með Stjörnunni. Hann verður 32 ára í næsta mánuði. „Andri er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið margar stöður á vellinum, sem gerir hann ómetanlegan fyrir liðið. Með mikla reynslu og leikskilning, ásamt sterkum karakter, hefur Andri sýnt að hann er lykilmaður bæði innan sem utan vallar!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.
Andri er 31 árs og er í grunninn kantmaður. Hann hefur hins vegar einnig spilað sem bakvörður með Stjörnunni. Hann verður 32 ára í næsta mánuði. „Andri er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið margar stöður á vellinum, sem gerir hann ómetanlegan fyrir liðið. Með mikla reynslu og leikskilning, ásamt sterkum karakter, hefur Andri sýnt að hann er lykilmaður bæði innan sem utan vallar!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.
Hann missti af seini hluta tímabilsins 2021 og öllu tímabilinu 2022 vegna meiðsla en sneri til baka á völlinn sumarið 2023. Hann lék 14 leiki með Stjörnunni 2023 og 13 leiki á nýliðnu tímabili.
Andri lék með ÍA og KR í yngri flokkunum og hefur í meistaraflokki leikið með ÍA, Val og Stjörnunni. Á sínum tíma lék hann alls sjö leiki fyrir U16 og U18 landsliðin.
Athugasemdir