Í dag kemur í ljós hvaða liði Ísland mætir í umspili Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið leikur tveggja leikja einvígi í mars á næsta ári um að halda sæti sínu í B-deildinni.
Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía eru mögulegir andstæðungar Íslands.
Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía eru mögulegir andstæðungar Íslands.
Drátturinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum í textalýsingu hér að neðan
Þá er hann sýndur beint á vefsíðu UEFA og hægt að nálgast útsendinguna með því að smella hérna.
11:37
Þá er þessari textalýsingu lokið!
Takk fyrir að fylgjast með.
Eyða Breyta
Þá er þessari textalýsingu lokið!
Takk fyrir að fylgjast með.
22.11.2024 11:19
Ísland mætir Kosóvó - Heppnin með okkur
Eyða Breyta
11:36
Ljóst hvaða möguleikar verða í undanúrslitum:
Ítalía/Þýskaland - Danmörk/Portúgal
Holland/Spánn - Króatía/Frakkland
Eyða Breyta
Ljóst hvaða möguleikar verða í undanúrslitum:
Ítalía/Þýskaland - Danmörk/Portúgal
Holland/Spánn - Króatía/Frakkland
Eyða Breyta
11:33
8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar:
Holland - Spánn
Danmörk - Portúgal
Króatía - Frakkland
Ítalía - Þýskaland
8-liða úrslit í mars á næsta ári. Leikið um titilinn með undanúrslitum og úrslitum í júní 2025.
Eyða Breyta
8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar:
Holland - Spánn
Danmörk - Portúgal
Króatía - Frakkland
Ítalía - Þýskaland
8-liða úrslit í mars á næsta ári. Leikið um titilinn með undanúrslitum og úrslitum í júní 2025.
Eyða Breyta
11:28
Þá er búið að draga í umspilið...
...en það á eftir að draga í úrslitakeppnina. Átta lið sem keppa um að verða Þjóðadeildarmeistari. Spánn er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið Þjóðadeildina 2023. Portúgal vann fyrstu keppnina 2019 og Frakkland var meistari 2021.
Eyða Breyta
Þá er búið að draga í umspilið...
...en það á eftir að draga í úrslitakeppnina. Átta lið sem keppa um að verða Þjóðadeildarmeistari. Spánn er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið Þjóðadeildina 2023. Portúgal vann fyrstu keppnina 2019 og Frakkland var meistari 2021.
Eyða Breyta
11:26
Umspil um að spila í A-deild:
Tyrkland - Ungverjaland
Úkraína - Belgía
Austurríka - Serbía
Grikkland - Skotland
Eyða Breyta
Umspil um að spila í A-deild:
Tyrkland - Ungverjaland
Úkraína - Belgía
Austurríka - Serbía
Grikkland - Skotland
Eyða Breyta
11:20
Slóvakía - Slóvenía
Þá er búið að draga í umspilinu um að spila í B-deildinni í næstu Þjóðadeild.
Eyða Breyta
Slóvakía - Slóvenía
Þá er búið að draga í umspilinu um að spila í B-deildinni í næstu Þjóðadeild.
Eyða Breyta
11:11
Byrjað á botninum og svo unnið sig upp
Byrjað er á því að draga um sæti í C-deildinni. Gíbraltar, Lettland, Lúxemborg og Malta í pottinum. Umspil um að spila í C-deild, tapliðin verða í D-deild.
Eyða Breyta
Byrjað á botninum og svo unnið sig upp
Byrjað er á því að draga um sæti í C-deildinni. Gíbraltar, Lettland, Lúxemborg og Malta í pottinum. Umspil um að spila í C-deild, tapliðin verða í D-deild.
Eyða Breyta
11:10
Var að fá fyrirspurn um hvort Marchetti og Ranieri séu einn og sami maðurinn? Svarið við því er nei. Skiljanleg spurning samt.
Eyða Breyta
Var að fá fyrirspurn um hvort Marchetti og Ranieri séu einn og sami maðurinn? Svarið við því er nei. Skiljanleg spurning samt.
Eyða Breyta
11:09
Notum bláan bakgrunn þegar kemur að einhverju sem tengist Íslandi
Allt fyrir ykkur lesendur góðir! Þjónustu reiðubúinn.
Eyða Breyta
Notum bláan bakgrunn þegar kemur að einhverju sem tengist Íslandi
Allt fyrir ykkur lesendur góðir! Þjónustu reiðubúinn.
Eyða Breyta
11:07
Allt fer fram formsins samkvæmt og nú er verið að fara yfir hvernig drátturinn mun fara fram. Eins og áður hefur komið fram þá er verið að draga í umspilið og einnig í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Eyða Breyta
Allt fer fram formsins samkvæmt og nú er verið að fara yfir hvernig drátturinn mun fara fram. Eins og áður hefur komið fram þá er verið að draga í umspilið og einnig í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Eyða Breyta
11:05
Marchetti sér um að draga
Kóngurinn þegar kemur að því að draga. Aðeins einu sinni hefur dráttur mistekist undir hans stjórn. Hann fær sjálfan Johan Djourou, fyrrum leikmann Arsenal og Sviss, til að aðstoða sig við að hræra í pottunum.
Eyða Breyta
Marchetti sér um að draga
Kóngurinn þegar kemur að því að draga. Aðeins einu sinni hefur dráttur mistekist undir hans stjórn. Hann fær sjálfan Johan Djourou, fyrrum leikmann Arsenal og Sviss, til að aðstoða sig við að hræra í pottunum.
Eyða Breyta
11:03
Alvöru samkoma!!
Heimir Hallgrímsson, Siggi Dúlla og Davíð Snorri eru mættir. Age Hareide virðist ekki vera í salnum.
Eyða Breyta
Alvöru samkoma!!
Heimir Hallgrímsson, Siggi Dúlla og Davíð Snorri eru mættir. Age Hareide virðist ekki vera í salnum.
Eyða Breyta
10:50
Stutt í þetta...
Guðmundur Aðalsteinn fréttamaður Fótbolta.net er hérna með mér á skrifstofunni. "Eina sem ég vona er að við séum ekki að fara að mæta Slóvakíu," sagði Sá lærði. Slóvakar klárlega sterkasti mögulegi andstæðingurinn.
Eyða Breyta
Stutt í þetta...
Guðmundur Aðalsteinn fréttamaður Fótbolta.net er hérna með mér á skrifstofunni. "Eina sem ég vona er að við séum ekki að fara að mæta Slóvakíu," sagði Sá lærði. Slóvakar klárlega sterkasti mögulegi andstæðingurinn.
Eyða Breyta
10:45
Heimir í sama potti og Ísland
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru einnig í umspilinu um að halda sér í B-deildinni. Mögulegir andstæðingar Íra eru því þeir sömu og Íslendinga.
Eyða Breyta
Heimir í sama potti og Ísland
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru einnig í umspilinu um að halda sér í B-deildinni. Mögulegir andstæðingar Íra eru því þeir sömu og Íslendinga.
Eyða Breyta
10:32
Dregið í Nyon í Sviss - Athöfnin hefst 11
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og hefst athöfnin klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Hann er sýndur beint á vefsíðu UEFA og hægt að nálgast útsendinguna með því að smella hérna.
Eyða Breyta
Dregið í Nyon í Sviss - Athöfnin hefst 11
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og hefst athöfnin klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Hann er sýndur beint á vefsíðu UEFA og hægt að nálgast útsendinguna með því að smella hérna.
Eyða Breyta
10:27
Ísland spilar heimaleikinn í útlöndum
Ekki verður hægt að spila á Íslandi í mars og ljóst að heimaleikur Íslands verður spilaður utan landsteinana. Ekki er ráðið hvar það verður. Murcia á Spáni hefur verið í umræðunni og Gaui Þórðar vill sjá leikinn í Stoke.
Á síðasta ári gerði ég samantekt til gamans yfir mögulega heimavelli Íslands í útlöndum ef við gætum ekki spilað heima:
Eyða Breyta
Ísland spilar heimaleikinn í útlöndum
Ekki verður hægt að spila á Íslandi í mars og ljóst að heimaleikur Íslands verður spilaður utan landsteinana. Ekki er ráðið hvar það verður. Murcia á Spáni hefur verið í umræðunni og Gaui Þórðar vill sjá leikinn í Stoke.
Á síðasta ári gerði ég samantekt til gamans yfir mögulega heimavelli Íslands í útlöndum ef við gætum ekki spilað heima:
14.02.2023 12:52
Mögulegir heimavellir Íslands í útlöndum - Þjóðarleikvangurinn á Tenerife?
22.11.2024 09:44
Gaui Þórðar vill sjá Ísland spila heimaleikinn í Stoke
Eyða Breyta
10:23
Hver verður við stýrið í umspilinu?
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og stjórn sambandsins eru að fara yfir þjálfaramálin en framtíð Age Hareide er í óvissu. Hann er með samning til 30. nóvember og ekki hefur verið ákveðið hvort hann verði áfram. Það er í gangi könnun á forsíðu Fótbolta.net og niðurstaðan verður opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun. Svona er staðan núna:
Eyða Breyta
Hver verður við stýrið í umspilinu?
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og stjórn sambandsins eru að fara yfir þjálfaramálin en framtíð Age Hareide er í óvissu. Hann er með samning til 30. nóvember og ekki hefur verið ákveðið hvort hann verði áfram. Það er í gangi könnun á forsíðu Fótbolta.net og niðurstaðan verður opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun. Svona er staðan núna:
Eyða Breyta
10:16
Samantekt á niðurstöðunni eftir riðlakeppni Þjóðadeildarinnar
Komust í 8-liða úrslitin: Króatía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Portúgal og Spánn
Fóru upp í A-deild: Tékkland, England, Noregur, Wales
Féllu í B-deild: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Pólland, Sviss
Komust upp i B-deild: Norður-Írland, Norður-Makedóna, Svíþjóð
Féllu í C-deild: Albanía, Finnland, Kasakstan, Svartfjallaland
Komust upp í C-deild: Moldóva, San Marínó
Féllu í D-deildina: Aserbaídsjan, Litáen
Í umspil um að spila í A-deild: Austurríki, Belgía, Grikkland, Ungverjaland, Skotland, Serbía, Tyrkland, Úkraína
Í umspil um að spila í B-deild: Armenía, Búlgaría, Georgía, ÍSLAND, Írland, Slóvakía, Slóvenía
Í umspil um að spila í C-deild: Gíbraltar, Lettland, Lúxemborg, Malta
Eyða Breyta
Samantekt á niðurstöðunni eftir riðlakeppni Þjóðadeildarinnar
Komust í 8-liða úrslitin: Króatía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Portúgal og Spánn
Fóru upp í A-deild: Tékkland, England, Noregur, Wales
Féllu í B-deild: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Pólland, Sviss
Komust upp i B-deild: Norður-Írland, Norður-Makedóna, Svíþjóð
Féllu í C-deild: Albanía, Finnland, Kasakstan, Svartfjallaland
Komust upp í C-deild: Moldóva, San Marínó
Féllu í D-deildina: Aserbaídsjan, Litáen
Í umspil um að spila í A-deild: Austurríki, Belgía, Grikkland, Ungverjaland, Skotland, Serbía, Tyrkland, Úkraína
Í umspil um að spila í B-deild: Armenía, Búlgaría, Georgía, ÍSLAND, Írland, Slóvakía, Slóvenía
Í umspil um að spila í C-deild: Gíbraltar, Lettland, Lúxemborg, Malta
Eyða Breyta
10:14
Annað áhugavert sem dregið verður
Á athöfninnir verður einnig dregið í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem efstu átta þjóðirnar í A-deild keppa um að verða Þjóðadeildarmeistari.
Króatía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Portúgal og Spánn eru í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.
Eyða Breyta
Annað áhugavert sem dregið verður
Á athöfninnir verður einnig dregið í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem efstu átta þjóðirnar í A-deild keppa um að verða Þjóðadeildarmeistari.
Króatía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Portúgal og Spánn eru í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.
Eyða Breyta
10:13
Hvar eru mögulegir mótherjar Íslands á heimslistanum?
41. Slóvakía
(70. Ísland)
84. Búlgaría
99. Armenía
101. Kósovó
Eyða Breyta
Hvar eru mögulegir mótherjar Íslands á heimslistanum?
41. Slóvakía
(70. Ísland)
84. Búlgaría
99. Armenía
101. Kósovó
Eyða Breyta
10:09
Góðan og gleðilegan!
Núna verður dregið í umspil Þjóðadeildarinnar en þá ræðst hverjir verða mótherjar Íslands í mars en sigurliðið í því einvígi mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar í næstu útgáfu en tapliðið í C-deildinni.
Ísland mun leika um að halda sæti sínu í B-deildinni gegn einu af liðunum sem höfnuðu í öðru sæti í riðlum C-deildarinnar.
Það eru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Leikið verður heima og að heiman en ljóst er að okkar lið getur ekki spilað á Íslandi vegna lélegra vallarmála. Framkvæmdum við Laugardalsvöll verður ekki lokið. Ekki er ráðið hvar heimaleikur Íslands verður.
Eyða Breyta
Góðan og gleðilegan!
Núna verður dregið í umspil Þjóðadeildarinnar en þá ræðst hverjir verða mótherjar Íslands í mars en sigurliðið í því einvígi mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar í næstu útgáfu en tapliðið í C-deildinni.
Ísland mun leika um að halda sæti sínu í B-deildinni gegn einu af liðunum sem höfnuðu í öðru sæti í riðlum C-deildarinnar.
Það eru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Leikið verður heima og að heiman en ljóst er að okkar lið getur ekki spilað á Íslandi vegna lélegra vallarmála. Framkvæmdum við Laugardalsvöll verður ekki lokið. Ekki er ráðið hvar heimaleikur Íslands verður.
Eyða Breyta
Athugasemdir