Rúben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn gegn Ipswich á sunnudaginn. Það er mikil spenna hjá stuðningsmönnum United fyrir þennan leik.
Það er búist við því að Amorim muni stilla upp í sitt heittelskaða 3-4-3 kerfi en hann hefur verið að þróa það með nýjum leikmönnum sínum á æfingasvæðinu síðustu daga.
Það er búist við því að Amorim muni stilla upp í sitt heittelskaða 3-4-3 kerfi en hann hefur verið að þróa það með nýjum leikmönnum sínum á æfingasvæðinu síðustu daga.
Það er spurning hvernig Amorim stillir upp en landsleikjapásan gerir hlutina flókna fyrir hann. Leikmaður eins og Manuel Ugarte, sem Amorim þekkir vel frá Sporting, hefði líklega byrjað þennan leik ef hann hefði verið að koma seint heim úr landsleikjaverkefni í Suður-Ameríku.
Mirror spáir því að Amorim stilli liðinu svona upp:
Onana; De Ligt, Evans, Martinez; Dalot, Casemiro, Mainoo, Mazraoui; Amad, Rashford, Fernandes.
Leikur Ipswich og Man Utd er á sunnudaginn klukkan 16:30.
Athugasemdir