Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 13:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyþór Wöhler og Hrafn Guðmunds rifta við KR (Staðfest)
Eyþór Wöhler
Eyþór Wöhler
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn Guðmundsson.
Hrafn Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tilkynnti rétt í þessu að Eyþór Aron Wöhler væri að kveðja félagið. Sagt er að félagið og leikmaðurinn hafi komist að samkomulagi um að Eyþóri sé frjálst að leita á önnur mið.

Eyþór gekk í raðir KR skömmu eftir að tímabilið 2024 hófst, spilaði 22 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim þrjú mörk.

„Við þökkum Eyþóri fyrir veru hans í KR og óskum honum góðs gengis í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.

„Ég kveð KR með söknuði, þetta er frábær klúbbur með einstaka stuðningsmenn og ég óska klúbbnum alls hins besta. Ég lagði hart að mér og vildi auðvitað fá meiri spiltíma en ég geri mér grein fyrir því og virði að það er þjálfarinn sem velur liðið og það eru margir góðir knattspyrnumenn í KR sem ég er í samkeppni við. Því þarf ég að stíga eitt skref til baka og fara í klúbb þar sem ég fæ meiri spiltíma og get sannað mig sem alvöru senter. Og það ætla ég að gera,” er haft eftir Eyþóri í tilkynningu KR.

Eyþór er 22 ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Aftureldingu og hefur einnig leikið með Breiðabliki og ÍA. Hann á að baki fimmtán leiki og fjögur mörk fyrir yngri landsliðin.

Hrafn Guðmundsson hefur þá rift samningi sínum við KR. Athygli var vakin á því með færslu á X og Fótbolti.net hefur fengið tíðindin staðfest. Hrafn er átján ára sóknarmaður sem KR keypti frá Aftureldingu síðasta vetur.

Hrafn kom einungis við sögu í fimm leikjum í deild og bikar í sumar og lék einnig með 2. flokki KR.

Hann er unglingalandsliðsmaður, hefur alls leikið tíu leiki með U15-U17 landsliðinu. Hann er uppalinn hjá Aftureldingu og fyrir rúmum tveimur árum var fjallað um að þýska félagið Freiburg væri með hann á blaði hjá sér.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner