Reece James, fyrirliði Chelsea, gefur það sterklega til kynna að hann verði lengi frá vegna meiðsla.
Enski hægri bakvörðurinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla síðustu ár.
Hann var meiddur í byrjun tímabilsins en snéri aftur í október og spilaði fjóra deildarleiki áður en landsleikjatörnin kom.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, staðfesti í dag að James væri aftur kominn á meiðslalistann, en sagði ekki hversu lengi hann yrði frá.
Orð James á Instagram ýja að því að hann gæti verið frá út árið.
„Þessi skilaboð er til fólksins sem skilur og virðir það sem ég er að ganga í gegnum. Ég er svo þakklátur fyrir ykkur, stuðning ykkar og þau vingjarnlegu skilaboð gera meira fyrir mig en þið getið ímyndað ykkur.“
„Ég er í lagi, verið betri, en líka verið verri. Ég hef samþykkt aðra áskorun og mun standast hana, þvert á allar væntingar.
„Að lokum vil ég ræða hátíðarnar sem eru að ganga í garð. Þessir tímar eru erfiðir fyrir alla. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar og friðsamlegrar hátíðar,“ sagði James.
Athugasemdir