Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Portúgölsk landsliðskona með stórleik í sigri Börsunga - Arsenal og Bayern áfram
Lina Hurtig skaut Arsenal og Bayern München áfram í 8-liða úrslit
Lina Hurtig skaut Arsenal og Bayern München áfram í 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Kika Nazareth skoraði tvö og lagði upp eitt
Kika Nazareth skoraði tvö og lagði upp eitt
Mynd: Getty Images
Portúgalska landsliðskonan Kika Nazareth var óvænt stjarna Barcelona í 4-1 sigrinum á St. Pölten í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hún skoraði tvö og lagði upp eitt í leiknum. Arsenal og Bayern München eru þá bæði komin áfram úr C-riðli eftir að Arsenal vann Juventus, 1-0.

Nazareth kom til Barcelona frá Benfica í sumar og hefur verið í hálfgerðu aukahlutverki fyrri hluta tímabilsins.

Hún hefur verið að byrja í gegn mun slakari andstæðingum en hún fékk tækifærið í byrjunarliðinu í Meistaradeildinni í kvöld og nýtti það.

Nazareth skoraði tvö mörk á níu mínútum í fyrri hálfleik áður en Vicky Lopez bætti við þriðja markinu.

Alexia Putellas skoraði fjórða markið eftir stoðsendingu Nazareth á 57. mínútu áður en hin 18 ára gamla Valentina Madl gerði sárabótarmark fyrir heimakonur.

Barcelona vann þægilegan 4-1 sigur og er áfram í öðru sæti D-riðils með 9 stig. Liðið er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit, en það þarf aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjunum til að tryggja það.

Arsenal vann nauman 1-0 sigur á Juventus í Lundúnum. Hin 29 ára gamla Lina Hurtig gerði sigurmarkið á 89. mínútu leiksins en sigurinn þýðir að Arsenal er í öðru sæti C-riðils með 9 stig, einu á eftir Bayern München.

Sigurinn þýðir þá að Arsenal og Bayern eru bæði komin í 8-liða úrslit þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Arsenal 1 - 0 Juventus
1-0 Lina Hurtig ('89 )

St. Polten 1 - 4 Barcelona
0-1 Kika Nazareth ('20 )
0-2 Kika Nazareth ('29 )
0-3 Vicky Lopez ('31 )
0-4 Alexia Putellas ('57 )
1-4 Valentina Madl ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner