Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Twente þegar liðið fékk Real Madrid í heimsókn í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Liðin mættust í þriðju umferð þar sem Real Madrid valtaði yfir Twente 7-0.
Það var mun meiri spenna í kvöld en Twente náði forystunni. Real Madrid náði að jafna undir lok fyrri hálfleiks og bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik.
Twente tókst að klóra í bakkann með síðustu spyrnu leiksins.
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Wolfsburg á þessu tímabili. Hún var ekki í leikmannahópi liðsins þegar Wolfsburg fékk Galatasaray í heimsókn. Wolfsburg vann 5-0 en fyrri leiknum leik einnig með 5-0 sigri þýska liðsins. Twente er í 3. sæti riðilsins og er fallið úr leik. Real Madrid er í 2. sæti en Chelsea sem spilar gegn Celtic í kvöld er á toppnum.
Wolfsburg er í 2. sæti síns riðils, þremur stigum á eftir Lyon og með jafn mörg stig og Roma en liðin mætast í kvöld í Frakklandi.
Wolfsburg W 5 - 0 Galatasaray W
1-0 A. Popp ('3 )
2-0 A. Popp('15 )
3-0 J. Minge ('31 )
4-0 A. Popp('88 )
5-0 L. Lattwein ('90 )
Twente W 2 - 3 Real Madrid W
1-0 J. Ravensbergen ('29 )
1-1 L. Caicedo ('45 )
1-2 A. Redondo ('71 )