Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Drátturinn á föstudag - Ísland getur mætt þessum þjóðum
Icelandair
Byrjunarlið Íslands gegn Wales.
Byrjunarlið Íslands gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hádeginu á föstudag verður dregið í umspil Þjóðadeildarinnar en þá ræðst hverjir verða mótherjar Íslands í mars en sigurliðið í því einvígi mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar í næstu útgáfu en tapliðið í C-deildinni.

Ísland mun leika um að halda sæti sínu í B-deildinni gegn einu af liðunum sem höfnuðu í öðru sæti í riðlum C-deildarinnar.

Það eru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Leikið verður heima og að heiman en ljóst er að okkar lið getur ekki spilað á Íslandi vegna lélegra vallarmála. Framkvæmdum við Laugardalsvöll verður ekki lokið.

Ekki er ráðið hvar heimaleikur Íslands verður.

Annað áhugavert sem dregið verður á föstudag
Í athöfninnir verður einnig dregið í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem efstu átta þjóðirnar í A-deild keppa um að verða Þjóðadeildarmeistari.

Króatía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Portúgal og Spánn eru í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.

Samantekt á niðurstöðunni eftir riðlakeppni Þjóðadeildarinnar

Komust í 8-liða úrslitin: Króatía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Portúgal og Spánn

Fóru upp í A-deild: Tékkland, England, Noregur, Wales
Féllu í B-deild: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Pólland, Sviss
Komust upp i B-deild: Norður-Írland, Norður-Makedóna, Svíþjóð
Féllu í C-deild: Albanía, Finnland, Kasakstan, Svartfjallaland
Komust upp í C-deild: Moldóva, San Marínó
Féllu í D-deildina: Aserbaídsjan, Litáen

Í umspil um að spila í A-deild: Austurríki, Belgía, Grikkland, Ungverjaland, Skotland, Serbía, Tyrkland, Úkraína

Í umspil um að spila í B-deild: Armenía, Búlgaría, Georgía, Ísland, Írland, Slóvakía, Slóvenía

Í umspil um að spila í C-deild: Gíbraltar, Lettland, Lúxemborg, Malta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner